5.12.2008 | 00:58
Úff..
Ég ætlaði að vera rosalega dugleg að blogga hérna en hef ekki verið að standa mig nógu vel.
Ég er orðin hundleið á því að fólk dæmi og tjái sig um mál sem það veit ekkert um.. láti eins og það sé ekki til neitt í þessum heimi sem það ekki veit. Svo eru fréttamenn sem geta ekki sagt frá hlutunum eins og þeir eru farnir að fara allrækilega í taugarnar á mér. Ég reyni samt að róa mig haha ekkert annað að gera.
Nú eru jólin bráðum að koma og ég hlakka eiginlega ekkert til lengur, ekki þegar allt er farið til fjandans. Kannski það komi aftur þegar ég fer að hætta að hugsa svona mikið um alla þessa hluti og byrja að hlusta á jólalögin og borða jólakökur.. þessi fílingur er bara ekki kominn í mig alveg strax.
Svo eru jólaprófin að klárast og ég komst inn í MH eftir áramót sem gerði mig mjög hamingjusama. Hlakka rosalega til að fara þangað í skóla og reyna að komast inn í kórinn.. Vona bara að ég fái góðar einkunnir í jólaprófunum.
Vitiði hvað eg held ég sé bara ekki í stuði til að blogga eitthvað stórt, enda klukkan orðin margt. Ætla að hlusta á Alicu babs og reyna að leggja mig
Later
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.