21.10.2008 | 17:54
They say its wonderful..
Afhverju kann fólk ekki að meta tónlist? .. Fór í góða hirðinn í dag og rakst á tónlistar og dvd markað við hliðiná. Ég get sagt að ég hafi misst mig aðeins þarna inni.
Þarna inni voru diskar með stjörnum á borð við Doris day, Dean marti, Frank sinatra, Bing crospy, Aretha Franklin og fleirum líkum. Endaði á því að kaupa mér 6 diska. Svaaakalegan jazz disk, tvo safn diska með gömlum og góðum lögum og svo þrjá gamla jóladiska einnig fulla af lögum sungnum af þessum góðu gömlu.
Það skemmtilega við þetta var að þeir allir kostuðu um 250 kr. stykkið. En svo er verið að selja algjert rugl á 1000 krónur.. hahah kann fólk ekkert að meta tónlist lengur ? . ekki að ég kvarti, ég fékk þetta helvíti ódýrt. ;) en eg verð bara svo sár að vita til þess að fólk meti ekki þessa tónlist. Ég t.d var að husta á Tom Waits um daginn í skólanum og ég get fullyrt það að enginn af þeim krökkum sem sátu þarna hjá mér vissu hver hann var. Svo þegar ég sýndi þeim lag með honum fóru þau að hlæja og kveiktu á einhverju lagi sem er víst vinsælt á fm þessa dagana..
Þetta er bara eins og með góðar bækur. Það les enginn lengur. Það er víst ekki nógu "kúl" eins og maður segir. svo verða þau bara fúl ef þau eru látin lesa laxnes í skólanum. pff.. það er sko ekki nógu "kúl".. keypti mér bók í góða hirðinum sem heitir einmitt góði hirðirinn :) haha..
reyndar er ég bara himinlifandi að þessir diskar voru svona ódýrir.
Svo er kannski gaman að segja frá því að ég fann gamlan, soldið illa farinn en mjög flottan spegil í góða hirðinum sem hún móðir min gat prúttað niður í 1000 krónur. Haha bara að ég væri svona snjöll :).. en jæja ég er að spá í að slökkva á tölvufarganinu og hlusta á black and blue með louis armstrong og fá mér smá te.
veriði sæl.
Athugasemdir
Þú ert so gömul sál esskan! Bíddu bara þar til ég tek fram jóladiskinn með Hauk Morthens:)
Lilja mamman góða í hirðinum (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.