20.10.2008 | 08:59
fyrsta bloggið mitt.
Ég hef hugsað mikið um það síðustu daga afhverju í andskotanum við séum að eyða tíma okkar í að vera endalaust pirruð og reið. Haha man eftir skemmtilegu atviki síðustu helgi þar sem skap mitt og móður minnar fór aðeins út í öfgar.
Við systurnar höfðum verið búnar að lofa henni að þessi helgi færi í að þrífa herbergin okkar. Ég kem heim um hádegi og við byrjum að taka saman og stálumst aðeins til að hlusta á jólalög... ( sem hún mamma stakk uppá ef ég man rétt. ) .. En auðvitað kom að því að okkur langaði að gera eitthvað annað og við ákváðum að láta hreingerninguna bíða og skella okkur í sund. þannig við skyldum hana móður okkar eftir heima og skelltum okkur út.
Láum í sundlauginni í rúman klukkutíma og fórum svo heim.
Þegar heim var komið fór Júlía ( 12 ára systir mín ) í bíó með vinkonunum og mamma fór út á Rauða og tók fyrir mig vaktina mína og ég passaði litlu krílin á meðan.
hins vegar var hún mamma ekkert alltof hress þegar við systurnar komum heim úr lauginni. Gestirnir sem höfðu verið þegar við fórum út voru farnir og mamma ein með Krumma grenjandi í fanginu og Systu vælandi. Ég skyldi ekkert í þessum pirring í henni mömmu.. ég meina vá við fórum í sund.
En við mamma vorum farnar að öskra á hvora aðra og Júlía inní af og til. Svo voru börnin bæði grenjandi og utanaðkomandi fólk hefði hlaupið út við þessar aðstæður.
Auðvitað var mamma sár, við júlía vorum búnar að lofa henni þessu og akkurat þann dag þurftum við að fara í sund og bíó og allan pakkan. En þetta endaði allavega þannig að mamma strunsaði út brjáluð og skellti á eftir sér. Ég man að fyrst var ég alveg brjáluð yfir þessum helvítis látum í henni og fannst bara fáránlegt af henni að vera að skammast svona í okkur fyrir nokkuð ekki alvarlegra en þetta. En svo þegar ég var búin að hugsa málið smá stund og tala við pabba minn og bjössa stjúúp. þá komst ég að því að ég var ekkert annað en ósanngjörn. svo ég fór og kláraði herbergið hennar Júlíu og við tók til í stofunni sona til að gera hana mömmu glaða. En mér finnst bara svo merkilegt hvað við öll getum eytt tíma í einhver helvítis rifrildi alltaf hreint. By the way´þá gerði ég herbergið mitt geðveikt flott í gær :)
Er farin að hlusta á Arethu franklin. later ;)
Athugasemdir
Jfamm ég er alveg sammála þér elskan, maður eyði alltof miklum tíma í þetta, festum góða skapið í minninu og kveikjum á kertum! (jólalög ha? er eitthvað að því? Jólin eru komin í IKEA!)
Mamma hennar Helgu sem skellti á eftir sér:) (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.