Færsluflokkur: Bloggar

Úff..

Ég ætlaði að vera rosalega dugleg að blogga hérna en hef ekki verið að standa mig nógu vel.
Ég er orðin hundleið á því að fólk dæmi og tjái sig um mál sem það veit ekkert um.. láti eins og það sé ekki til neitt í þessum heimi sem það ekki veit. Svo eru fréttamenn sem geta ekki sagt frá hlutunum eins og þeir eru farnir að fara allrækilega í taugarnar á mér. Ég reyni samt að róa mig haha ekkert annað að gera.
Nú eru jólin bráðum að koma og ég hlakka eiginlega ekkert til lengur, ekki þegar allt er farið til fjandans. Kannski það komi aftur þegar ég fer að hætta að hugsa svona mikið um alla þessa hluti og byrja að hlusta á jólalögin og borða jólakökur.. þessi fílingur er bara ekki kominn í mig alveg strax.

Svo eru jólaprófin að klárast og ég komst inn í MH eftir áramót sem gerði mig mjög hamingjusama. Hlakka rosalega til að fara þangað í skóla og reyna að komast inn í kórinn.. Vona bara að ég fái góðar einkunnir í jólaprófunum.

Vitiði hvað eg held ég sé bara ekki í stuði til að blogga eitthvað stórt, enda klukkan orðin margt. Ætla að hlusta á Alicu babs og reyna að leggja mig

Later


They say its wonderful..

Afhverju kann fólk ekki að meta tónlist? .. Fór í góða hirðinn í dag og rakst á tónlistar og dvd markað við hliðiná. Ég get sagt að ég hafi misst mig aðeins þarna inni.
Þarna inni voru diskar með stjörnum á borð við Doris day, Dean marti, Frank sinatra, Bing crospy, Aretha Franklin og fleirum líkum. Endaði á því að kaupa mér 6 diska. Svaaakalegan jazz disk, tvo safn diska með gömlum og góðum lögum og svo þrjá gamla jóladiska einnig fulla af lögum sungnum af þessum góðu gömlu.
Það skemmtilega við þetta var að þeir allir kostuðu um 250 kr. stykkið. En svo er verið að selja algjert rugl á 1000 krónur.. hahah kann fólk ekkert að meta tónlist lengur ? . ekki að ég kvarti, ég fékk þetta helvíti ódýrt. ;) en eg verð bara svo sár að vita til þess að fólk meti ekki þessa tónlist. Ég t.d var að husta á Tom Waits um daginn í skólanum og ég get fullyrt það að enginn af þeim krökkum sem sátu þarna hjá mér vissu hver hann var. Svo þegar ég sýndi þeim lag með honum fóru þau að hlæja og kveiktu á einhverju lagi sem er víst vinsælt á fm þessa dagana..
Þetta er bara eins og með góðar bækur. Það les enginn lengur. Það er víst ekki nógu "kúl" eins og maður segir. svo verða þau bara fúl ef þau eru látin lesa laxnes í skólanum. pff.. það er sko ekki nógu "kúl"..  keypti mér bók í góða hirðinum sem heitir einmitt góði hirðirinn :) haha..
reyndar er ég bara himinlifandi að þessir diskar voru svona ódýrir.
Svo er kannski gaman að segja frá því að ég fann gamlan, soldið illa farinn en mjög flottan spegil í góða hirðinum sem hún móðir min gat prúttað niður í 1000 krónur. Haha bara að ég væri svona snjöll :)..  en jæja ég er að spá í að slökkva á tölvufarganinu og hlusta á black and blue með louis armstrong og fá mér smá te.

 veriði sæl.


fyrsta bloggið mitt.

Ég hef hugsað mikið um það síðustu daga afhverju í andskotanum við séum að eyða tíma okkar í að vera endalaust pirruð og reið. Haha man eftir skemmtilegu atviki síðustu helgi þar sem skap mitt og móður minnar fór aðeins út í öfgar.
Við systurnar höfðum verið búnar að lofa henni að þessi helgi færi í að þrífa herbergin okkar. Ég kem heim um hádegi og við byrjum að taka saman og stálumst aðeins til að hlusta á jólalög... ( sem hún mamma stakk uppá ef ég man rétt. ) .. En auðvitað kom að því að okkur langaði að gera eitthvað annað og við ákváðum að láta hreingerninguna bíða og skella okkur í sund. þannig við skyldum hana móður okkar eftir heima og skelltum okkur út.
Láum í sundlauginni í rúman klukkutíma og fórum svo heim. 
Þegar heim var komið fór Júlía ( 12 ára systir mín ) í bíó með vinkonunum og mamma fór út á Rauða og tók fyrir mig vaktina mína og ég passaði litlu krílin á meðan.
hins vegar var hún mamma ekkert alltof hress þegar við systurnar komum heim úr lauginni. Gestirnir sem höfðu verið þegar við fórum út voru farnir og mamma ein með Krumma grenjandi í fanginu og Systu vælandi. Ég skyldi ekkert í þessum pirring í henni mömmu.. ég meina vá við fórum í sund.
En við mamma vorum farnar að öskra á hvora aðra og Júlía inní af og til. Svo voru börnin bæði grenjandi og utanaðkomandi fólk hefði hlaupið út við þessar aðstæður.
Auðvitað var mamma sár, við júlía vorum búnar að lofa henni þessu og akkurat þann dag þurftum við að fara í sund og bíó og allan pakkan. En þetta endaði allavega þannig að mamma strunsaði út brjáluð og skellti á eftir sér. Ég man að fyrst var ég alveg brjáluð yfir þessum helvítis látum í henni og fannst bara fáránlegt af henni að vera að skammast svona í okkur fyrir nokkuð ekki alvarlegra en þetta. En svo þegar ég var búin að hugsa málið smá stund og tala við pabba minn og bjössa stjúúp. þá komst ég að því að ég var ekkert annað en ósanngjörn. svo ég fór og kláraði herbergið hennar Júlíu og við tók til í stofunni sona til að gera hana mömmu glaða. En mér finnst bara svo merkilegt hvað við öll getum eytt tíma í einhver helvítis rifrildi alltaf hreint. By the way´þá gerði ég herbergið mitt geðveikt flott í gær :)

Er farin að hlusta á Arethu franklin. later ;)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband